Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

23. Staðareyrar

Undir Staðarhlíðum miðjum voru nokkrar þurrabúðir á 19. öld og fram á þá 20. Þar eru allmargar tóftir. Um aldamótin 1900 fór þurrabúðabyggð ört stækkandi í og við Grunnavík eins og á utanverðri Snæfjallströnd. Þurrabúðirnar fóru fljótlega í eyði eftir að vélbátaútgerð hófst. Um aldamótin 1800 hafði bættist í hóp nýbýla í Grunnavík. Árið 1801 eru tilgreindir sjö til heimilis á Bjarnarhóli og fimm á Eyjólfshóli í Grunnavíkursveit. Bjarnarhóll mun hafa verið Staðarmegin árinnar gegnt Faxastöðum, en Eyjólfshóll innan girðingar á Stað, framan við bæinn. Býli þessi virðast bæði nýbýli í upphafi nítjándu aldar, en þar hefur byggð jafnframt lagst af snemma þar sem bæjanöfnin koma ekki fram í manntali 1816. Hjáleigan Hjallatún er nefnd í Jarðatali Johnsens og var sögð nýbyggð árið 1805. Kumlá bættist við síðar.

Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson. Staðareyrar 1939.


Til baka


Sendið póst