Forsíða
Ferðaþjónusta
Horfin býli
Kveðskapur
Kaldalóns
Steinn Steinarr
Rafvæðing
Spánverjavígin
Skólahald
Drangajökull
Undir Snjáfjöllum
Um Snjáfjallasetur
English

Baskar



Undir Snjáfjöllum

Í bókinni Undir Snjáfjöllum er lýst ýmsum þáttum í félagslífi og lifnaðarháttum ábúenda á Snæfjallaströnd á fyrri hluta 20. aldar og sagt frá því hvernig nútímavæðingin breytti þessu afskekkta og einangraða samfélagi. Höfundur bókarinnar, Engilbert S. Ingvarsson, fæddist og ólst upp á Snæfjallaströnd og var þar bóndi frá 1953 til 1987. Snæfjallaströnd fór úr byggð 1995, en mannmargt var á Ströndinni framundir seinna stríð. Atvinnuhættir höfðu þá verið þar með sama frumstæða hætti um aldir. Þetta var einangrað og afskekkt samfélag og snjóþungt með afbrigðum. Þrátt fyrir það stóð mannlíf þar í miklum blóma á fyrri hluta 20 aldar. Bókin Undir Snjáfjöllum kostar kr. 4.500 í verslunum, en félagsverð er kr. 3.900.



Sendið póst